Innlent

Sofnaði undir stýri í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur Sigurðsson

Ung kona sofnaði undir stýri í Hvarfjarðargöngunum í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn skall utan í gangavegginn. Höggið var það mikið á bíllinn var óökufær eftir, og konan var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem hún kenndi eymsla í hálsi.

Göngunum var lokað á meðan lögregla og björgunarmenn voru að athafna sig á vettvangi og svo aftur í nótt frá klukkan eitt til fjögur, vegna rafmagnsviðgerða, sem ekki tengjast slysinu og búið var að ákveða á ráðast í, með löngum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×