Innlent

Sturla Böðvarsson segir Dag B. Eggertsson fara með rangt mál

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, fara með rangt mál þegar hann segir það fyrsta kost samgöngunefndar að leggja Sundabraut um jarðgöng undir Kleppsvík. Vegagerðin hafi ekki verið því sammála að tekið hafi verið af skarið með að jarðgöng undir Kleppsvík séu fyrsti kostur.

Hann furðar sig á seinagangi og endurteknum rangfærslum formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir Dag einnig hafa haldið því fram að fjármögnun Sundabrautar sé óklár, það sé einfaldlega rangt. Hann sagði á Alþingi í gær að hugtakið "Dagsatt" hefði öðlast nýja merkingu eftir endurteknar staðreyndavillur í máli Dags.

Í ræðu sinni í gær sagði Sturla einnig að þar sem samgönguyfirvöld væru ítrekað dregin á svari um hvar Sundabrautin mætti liggja, þá lægi beint við að hefja framkvæmdir norðan megin. Þá væri byrjað á því að tvöfalda veginn frá Hvalfjarðargöngum út á Kjalarnesið, þar sem fyrirhugað er að Sundabrautin liggi yfir Sundin. Þessar framkvæmdir séu áríðandi samgöngubætur fyrir Kjalnesinga sem bráðliggi á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×