Innlent

Lífeyrissjóðir eru ekki gæslumenn þjóðarsamviskunnar

Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir lífeyrissjóði ekki gæslumenn þjóðarsamviskunnar. Hann segir að hlutverk þeirra sé að ávaxta peninga félagsmanna sem best.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að lífeyrissjóðir hér á landi eigi að móta sér fjárfestingarstefnu þar sem lögð sé áhersla á félagslega ábyrgð. Þannig eigi þeir meðal annars að haga fjárfestingum sínum eftir því hvernig launastefna fyrirækja sé en með því sé hægt að sporna gegn ofurlaunum stjórnenda fyrirtækja.

Víglundur Þorsteinsson, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir það ljóst að lög um lífeyrissjóði leyfi þeim hreinlega ekki annað en að taka mið af arðsemi fjárfestinga. Víglundur segir það aðeins skipta máli hvernig fyrirtækin sem þeir fjárfesta í séu rekin en ekki hvað þau framleiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×