Innlent

Mótmæla styttingu stúdentsprófs á morgun

mynd/hagsmunir.is

Framhaldsskólanemar ætla að koma saman á Austurvelli á miðvikudags morgun, til að mótmæla áformum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, um að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Í tilkynningu frá Hagsmunaráði íslenskra framhaldsskólanema segir að ráðherra hafi að undanförnu borist fjöldi póstkorta, þar sem áformum hennar er mótmælt. Ráðherrann hafi hins vegar algerlega hunsað kröfur framhaldsskólanema og við það verði ekki unað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×