Innlent

Hagnaður Avion Group 2,6 milljarðar

Mynd/GVA

Heildartekjur Avion Group á fjárhagsárinu, sem var frá ársbyrjun til loka október 2005, námu rúmum 86 milljörðum króna. Rekstrargjöld voru rúmir 80 milljarðar og rekstrarhagnaður rúmir 3,7 milljarðar. Hagnaður félagsins á þessu tímabili nam rúmum 2,6 milljörðum.

Miklar breytingar Avion Group á síðasta ári og því vandasamt að bera afkomu félagsins saman við árið á undan. Í tilkynningu félagsins segir að stjórn þess muni leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur arður vegna ársins 2005 þrátt fyrir að stefna félagsins sé að greiða arð til hlutahafa sinna í framtíðinni.

Áætlanir Avion Group gera ráð fyrir að muni skila tapi fyrstu tvo ársfjórðunga yfirstandandi fjárhagsárs en að veltan á fjárhagsárinu verði rúmir 117 milljarðar og rekstrarhagnaður tæpir 6,3 milljarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×