Innlent

Segir skatta hafa lækkað umtalsvert frá 1994

Að sögn fjármálaráðuneytisins hafa skattar lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frekar fram til ársins 2007 þegar allar ákvarðanir um skattalækkanir hafa tekið gildi. Þá segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að skattleysismörk á sama verðlagi séu nánast þau sömu og þau voru árið 1994 og að þau muni verða talsvert hærri árið 2007.

Í tilkynningunni eru dæmi tekin um ofangreinda þróun og tekið fram að í dæmunum sé tekið tillit til barnabóta en ekki vaxtabóta í útreikningum á tekjuskatti til ríkisins og útsvari til sveitarfélaga. Í dæmunum sé ekki tekinn með aflagður eignarskattur og heldur ekki fjármagnstekjuskattur enda hafi hann ekki verið til sem slíkur árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×