Tilræðismaður við páfa fær frelsi 12. janúar 2006 19:45 Tyrkinn sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa annan fyrir aldarfjórðungi var í dag látinn laus úr fangelsi. Tyrkneskir þjóðernissinnar fögnuðu Ali Agca eins og þjóðhetju þegar hann kom út úr fangelsinu. Hinn 48 ára gamli Agca, lét til skarar skríða gegn páfanum í maímánuði árið 1981. Atburðurinn átti sér stað á Péturstorgi. Páfinn veifaði fjölda fólks sem hafði safnast saman á Péturstorgi, úr opinni bifreið, þegar nokkrir skothvellir heyrðust úr mannþrönginni. Páfinn hneig strax niður og við nánari athugun kom í ljós að hann hafði orðið fyrir þrem skotum. Í maga og báða handleggi. Helstu líffæri sluppu og páfinn náði aftur fullri heilsu. Eins og frægt er orðið heimsótti páfinn svo árásarmanninn í fangelsi tveimur árum eftir atburðinn og fyrirgaf honum. En fyrirgefning losar menn ekki úr fangelsi og Agca hefur mátt dúsa bak við fangelsismúra í tuttugu og fimm ár. Fyrst um sinn á Ítalíu, en þaðan var hann framseldur til Tyrklands fyrir tæpum fimm árum. Tyrkneskir þjóðernissinnar fögnuðu ákaft fyrir utan fangelsið í morgun og ættingjarnir voru líka spenntir. "Við erum mjög hamingjusöm," sagði Adnan Agca, bróðir Mehmets Alis. "Við erum þakklát ættjörð okkar og okkar almáttuga guði." En adam verður líklegast ekki lengi í paradís. Tyrkneski herinn ætlar að skikka Agca strax í herþjónustu, þar sem öllum fullorðnum mönnum í Tyrklandi er gert að vera í hernum í minnst fimmtán mánuði. Vegna þessa gekkst hann undir læknisskoðun á hersjúkrahúsi í dag og þar fyrir utan höfðu um 250 manns safnast saman í mótmælaskyni. Þeim verður kannski að ósk sinni, því dómsmálaráðherra Tyrklands sagði í dag að ríkisstjórnin myndi fara yfir málið á næstu dögum og ekki væri loku fyrir það skotið að Agca yrði aftur settur á bak við lás og slá. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Tyrkinn sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa annan fyrir aldarfjórðungi var í dag látinn laus úr fangelsi. Tyrkneskir þjóðernissinnar fögnuðu Ali Agca eins og þjóðhetju þegar hann kom út úr fangelsinu. Hinn 48 ára gamli Agca, lét til skarar skríða gegn páfanum í maímánuði árið 1981. Atburðurinn átti sér stað á Péturstorgi. Páfinn veifaði fjölda fólks sem hafði safnast saman á Péturstorgi, úr opinni bifreið, þegar nokkrir skothvellir heyrðust úr mannþrönginni. Páfinn hneig strax niður og við nánari athugun kom í ljós að hann hafði orðið fyrir þrem skotum. Í maga og báða handleggi. Helstu líffæri sluppu og páfinn náði aftur fullri heilsu. Eins og frægt er orðið heimsótti páfinn svo árásarmanninn í fangelsi tveimur árum eftir atburðinn og fyrirgaf honum. En fyrirgefning losar menn ekki úr fangelsi og Agca hefur mátt dúsa bak við fangelsismúra í tuttugu og fimm ár. Fyrst um sinn á Ítalíu, en þaðan var hann framseldur til Tyrklands fyrir tæpum fimm árum. Tyrkneskir þjóðernissinnar fögnuðu ákaft fyrir utan fangelsið í morgun og ættingjarnir voru líka spenntir. "Við erum mjög hamingjusöm," sagði Adnan Agca, bróðir Mehmets Alis. "Við erum þakklát ættjörð okkar og okkar almáttuga guði." En adam verður líklegast ekki lengi í paradís. Tyrkneski herinn ætlar að skikka Agca strax í herþjónustu, þar sem öllum fullorðnum mönnum í Tyrklandi er gert að vera í hernum í minnst fimmtán mánuði. Vegna þessa gekkst hann undir læknisskoðun á hersjúkrahúsi í dag og þar fyrir utan höfðu um 250 manns safnast saman í mótmælaskyni. Þeim verður kannski að ósk sinni, því dómsmálaráðherra Tyrklands sagði í dag að ríkisstjórnin myndi fara yfir málið á næstu dögum og ekki væri loku fyrir það skotið að Agca yrði aftur settur á bak við lás og slá.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira