Erlent

Fuglaflensan hefur fundist í 30 héruðum

Dúfur við Taksim-torg í Istanbúl.
Dúfur við Taksim-torg í Istanbúl. MYND/AP

Fuglaflensa hefur nú fundist í 30 héruðum í Tyrklandi. Evrópusambandið segir veikina nú mikla ógn við landið sem og löndin í kring - Armeníu, Aserbaídsjan, Georgíu, Írak, Íran, Sýrland, Búlgaríu og Grikkland - og hvetur stjórnvöld til að upplýsa almenning um veiruna. Þrír Tyrkir hafa látist af völdum fuglaflensunnar en búið er að farga 300 þúsund fuglum í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Óttast er að veiran stökkbreytist en það hefur þó enn ekki gerst.

Aðildarríki ESB eiga að skila áætlun um aðgerðir gegn veirunni fyrir 7. febrúar og hvetur Evrópusambandið ríkin til að spara ekki. Það verði mun dýrara og erfiðara að takast á við veiruna eftir að hún hefur breiðst út heldur en nú, á meðan vandamálið er ekki stærra en það er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×