Erlent

Hvetja Öryggisráð S.þ. til aðgerða gegn Íran

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna MYND/Reuters

Ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hvetja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til aðgerða gegn Íran vegna kjarnorkurannsókna þeirra. Á miðvikudag sagði forseti Írans að staðið yrði við kjarnorkuáætlanir landsins þrátt fyrir áhyggjur alþjóðasamfélagsins. Hann sagði það sjálfsagðan rétt og almennan vilja þjóðarinnar að framleiða úran. Búist er við að utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands og Bretlands slíti viðræðum við Íran um kjarnorkumálin og munu þeir ræða stöðu mála við Javier Solana, yfirmann utanríkismála ESB, í Berlín í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×