Erlent

Sharon sýnir ótrúlega hröð batamerki

Stuðningsmaður Sharons heldur á málverki af honum fyrir utan Hadassah-sjúkrahúsið þar sem leiðtoginn dvelur.
Stuðningsmaður Sharons heldur á málverki af honum fyrir utan Hadassah-sjúkrahúsið þar sem leiðtoginn dvelur. MYND/AP

Læknar Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, segja hann sýna ótrúlega hröð batamerki. Hann er talinn úr lífshættu en er enn á gjörgæsludeild. Dregið hefur verulega úr lyfjagjöf en Sharon hefur verið haldið sofandi með lyfjum frá því hann fékk heilablóðfall fyrir viku.

Læknar segja allt að mánuð geta liðið áður en hægt sé að finna út hversu miklum heilaskaða Sharon hefur orðið fyrir en hann hreyfir alla útlimi og sýnir aukin viðbrögð við örvun. Samherjar Sharons í stjórnmálum í Ísrael eru þegar farnir að tala um að hann geti hugsanlega leitt Kadima-flokkinn en læknar segja það óvíst. Ráðherrar Likud-flokksins í Ísrael hafa ákveðið að segja af sér í dag.

Leiðtogi flokksins, Benjamin Netanyahu, segir að til hafi staðið að ganga úr stjórnarsamstarfinu í síðustu viku en ákveðið hefði verið að fresta því vegna veikina Ariel Sharons forsætisráðherra landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×