Emerton framlengir við Blackburn

Ástralski landsliðsmaðurinn Brett Emerton hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn. Emerton gekk í raðir Blackburn frá hollenska liðinu Feyenoord árið 2003 fyrir 2,2 milljónir punda og er sjötti leikmaðurinn á skömmum tíma sem framlengir samning sinn við félagið, sem náði frábærum árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.