Innlent

Gáfu Landsbókasafninu dagblaðasafn

Eitt stærsta dagblaðasafn landsins var afhent Landsbókasafninu í dag. Safnið er gjöf 365 miðla, en það hefur að geyma öll tölublöð af Vísi, Dagblaðinu, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu frá síðustu öld. Safnið var áður í eigu Sveins R. Eyjólfssonar útgefanda og var óumdeilanlega stærsta og verðmætasta dagblaðasafn í einkaeigu.

Blöðunum safnaði Sveinn frá árinu 1960 og er uppistaðan í safninu sögufrægt dagblaðasafn Böðvars Kvarans sem Sveinn eignaðist í kringum árið 1970. Sveinn byggði síðan upp safnið jafnt og þétt og lét binda þau í band. Dagblaðasafn Sveins komst svo í eigu 365 fjölmiðla í framhaldi af kaupum fyrirtækisins á DV. Auk dagblaðasafnsins færði Ari Edvald, forstjóri 365, Landsbókasafninu fjárframlag til myndunar Vísis, Dagblaðsins, DV og Fréttablaðsins á stafrænt form en Landsbókasafnið hefur unnið að því um árabil að byggja upp stafrænt þjóðbókasafn. Í framtíðnni er gert ráð fyrir að safnið verði aðgengilegt öllum, án endurgjalds, jafnt á vefnum sem og á Landsbókasafninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×