Innlent

Enginn hefur fengið hæli á Íslandi frá árinu 2001

Engum sem sótt hefur um pólitískt hæli hér á landi hefur verið veitt það frá árinu 2001 samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi.

Fram kemur í svarinu að frá upphafi árs 2001 og þar til dómsmálaráðherra gaf svarið á þingi hafi 430 sótt um hæli hér á landi, þar 73 börn. Í tæplega 150 tilvikum hurfu umsækjendur eða drógu umsókn sína til baka. Fram kemur í svari dómsmálaráðherra að enginn þeirra 430 sem sótt hafi um hæli á tímabilinu hafi verið talinn flóttamaður í skilningi flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og enginn því fengið hæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×