Lordi í hjónaband

Tomi Putaansuu, forsprakki skrímslasveitarinnar Lordi, hefur gengið að eiga æskuást sína, Jóhönnu. Athöfnin fór fram í heimabæ þeirra Rovaniemi og þótti ansi virðuleg miðað við útganginn á hljómsveitinni. Upphaflega ætlaði parið að ganga í það heilaga í maí en frestaði brúðkaupinu enda var hljómsveitin þá á barmi heimsfrægðar eftir að hafa unnið Eurovision, sællar minningar.