Innlent

Hjón með börn hætt komin

Kl. 14,50 barst Neyðarlínunni tilkynning um bíl í á við Stöng í Þjórsárdal. Í bílnum voru hjón ásamt 5 mánaða og 2 ára börnum sínum.

Sambandið rofnaði þegar verið var að tilkynna óhappið en fram hafði komið að bíllinn færðist til með straumi árinnar. Björgunarsveitir úr Gnúpverjahreppi og Selfossi voru því sendar með hraði áleiðis á staðinn og komu félagar úr björgunarsveitinni Sigurgeiri í Gnjúpverjahreppi fyrstir á staðinn og aðstoðuðu ferðafólkið sem ekki varð meint af óhappinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×