Innlent

Víðtæk leit gerð að konu á kajak

Fjörutíu til fimmtíu manns og í það minnsta sjö björgunarbátar leita að erlendri konu sem lenti í hafvillu á kajak á Seyðisfirði í morgun. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað voru kallaðar út rétt fyrir hádegi en leitin hefur enn engan árangur borið. Konan hafði samband við Landhelgisgæsluna á tólfta tímanum og bað um aðstoð við að komast í land vegna þoku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×