Innlent

Banaslys í Skagafirði

Mynd/NFS
Stúlka um tvítugt lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun. Tvær stúlkur til viðbótar eru í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. Tveir piltar sem voru með þeim, slösuðust minna og voru fluttir á brott með sjúkrabílum til aðhlynningar á Akureyri og Sauðárkróki. Fimm-menningarnir voru öll Norðlendingar um tvítugt. Tildrög slyssins eru enn ekki fullljós, en lögregla telur ökumanninn hafa ekið of hratt miðað við aðstæður og misst stjórn á bílnum í krappri beygju á mótum Skagafjarðarvegar og þjóðvegar 1, þannig að hann fór út af veginum. Þrír köstuðust út úr bílnum. Þeir voru ekki í beltum. Beita þurfti klippum til þess að ná einum út. Önnur stúlknanna tveggja, sem fluttar voru til Reykjavíkur, fór með þyrlu en hin með sjúkraflugvél á Landspítala-Háskólasjúkrahús. Þær munu báðar gangast undir aðgerðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×