Innlent

Landsmót hestamanna

Um 11 þúsund manns eru á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sem lýkur í dag. Papar léku á stórdansleik í gærkvöldi og að sögn fjölmiðlafulltrúa mótsins ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir stigu á stokk. Dansleikurinn fór að sögn lögreglu vel fram en þegar líða tók á nóttina var nokkuð mikill erill hjá lögreglu vegna ölvunnar og minniháttar fíkniefnamála. Búast má við mikilli umferð frá mótsstað seinni part dags og er fólk hvatt til að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×