Ekki færri ákærðir í Reykjavík síðan 1996 2. júlí 2006 08:00 helgi gunnlaugsson Ekki hafa færri einstaklingar verið ákærðir af embætti lögreglustjórans í Reykjavík síðan árið 1996. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir þetta mikið gleðiefni. Þessi fækkun á ákærum er fyrst og fremst vegna þess að glæpum er að fækka og við höfum tekið eftir því. Það þökkum við öflugra eftirliti lögreglu og auknu samstarfi við borgarana, segir Ingimundur. Við erum mjög ánægðir með þessa ársskýrslu. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, segir þróunina vera í þessa átt annars staðar í Evrópu. Samkvæmt lögregluskýrslum í Evrópu er tilhneigingin sú að glæpum fer fækkandi í álfunni, segir Helgi. Hann segir fækkunina hafa verið hæga en stöðuga undanfarin ár. Athygli vekur að karlar eru 87 prósent ákærðra, en alls voru 742 karlar ákærðir fyrir lögbrot á síðasta ári og 114 konur. Við karlmennirnir eigum því miður vinningin á öllum sviðum. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að það skiptir ekki máli hvort það eru umferðarlagabrot, kynferðisbrot, ofbeldisbrot eða þjófnaðir, við erum ávallt efstir, segir Ingimundur. Aðspurður um hverja hann telur ástæðuna vera fyrir þessum sláandi mun á kynjunum, var svar hans einfalt. Ætli við verðum ekki bara að spyrja okkur sjálfa af hverju við erum svona. Helgi segir muninn á glæpatíðni kynjanna ekki koma á óvart. Þetta er fyrst og fremst út af félagslegri mótun kynjanna og endurspeglar að einhverju leyti hlutverk kynjanna í samfélaginu. Hugmyndin er að karlinn eigi að vera sterkara kynið og eigi að drífa hlutina af, á meðan konan er meira í stuðningshlutverkinu, segir Helgi. Þetta er nánast félagslegt lögmál, karlar eru ekki glæpahneigðari en konur að eðlisfari. Embætti lögreglustjórans í Reykjavík gaf út 1030 ákærur á síðasta ári. Miðað við fjölda einstaklinga sem ákærðir voru, má sjá að sumir fengu fleiri en eina. Leita þarf aftur til ársins 2001 til að finna færri útgefnar ákærur, en þá voru gefnar út 933 ákærur. Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ekki hafa færri einstaklingar verið ákærðir af embætti lögreglustjórans í Reykjavík síðan árið 1996. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir þetta mikið gleðiefni. Þessi fækkun á ákærum er fyrst og fremst vegna þess að glæpum er að fækka og við höfum tekið eftir því. Það þökkum við öflugra eftirliti lögreglu og auknu samstarfi við borgarana, segir Ingimundur. Við erum mjög ánægðir með þessa ársskýrslu. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, segir þróunina vera í þessa átt annars staðar í Evrópu. Samkvæmt lögregluskýrslum í Evrópu er tilhneigingin sú að glæpum fer fækkandi í álfunni, segir Helgi. Hann segir fækkunina hafa verið hæga en stöðuga undanfarin ár. Athygli vekur að karlar eru 87 prósent ákærðra, en alls voru 742 karlar ákærðir fyrir lögbrot á síðasta ári og 114 konur. Við karlmennirnir eigum því miður vinningin á öllum sviðum. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að það skiptir ekki máli hvort það eru umferðarlagabrot, kynferðisbrot, ofbeldisbrot eða þjófnaðir, við erum ávallt efstir, segir Ingimundur. Aðspurður um hverja hann telur ástæðuna vera fyrir þessum sláandi mun á kynjunum, var svar hans einfalt. Ætli við verðum ekki bara að spyrja okkur sjálfa af hverju við erum svona. Helgi segir muninn á glæpatíðni kynjanna ekki koma á óvart. Þetta er fyrst og fremst út af félagslegri mótun kynjanna og endurspeglar að einhverju leyti hlutverk kynjanna í samfélaginu. Hugmyndin er að karlinn eigi að vera sterkara kynið og eigi að drífa hlutina af, á meðan konan er meira í stuðningshlutverkinu, segir Helgi. Þetta er nánast félagslegt lögmál, karlar eru ekki glæpahneigðari en konur að eðlisfari. Embætti lögreglustjórans í Reykjavík gaf út 1030 ákærur á síðasta ári. Miðað við fjölda einstaklinga sem ákærðir voru, má sjá að sumir fengu fleiri en eina. Leita þarf aftur til ársins 2001 til að finna færri útgefnar ákærur, en þá voru gefnar út 933 ákærur.
Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira