Innlent

Félag dagforeldra hvetur dagforeldra til að nýta niðurgreiðslur borgarinnar til að hækka laun sín

Stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra, hvetur félaga sína til að nýta sér auknar niðurgreiðslur til að hækka laun sín, ekki til að lækka kostnað foreldra. Niðurgreiðslur hækkuðu 1. janúar.

Dagforeldrar í Reykjavík frá 8.000 króna niðurgreiðslu fyrir hvert barn sem dvelur hjá þeim átta stundir á dag. Dagforeldri sem er með fimm börn í átta tíma á dag fær því 40.000 króna niðurgreiðslu á mánuði. Stjórn Barnavistar hefur hvatt félaga sína til að nýta niðurgreiðsluna til hækkunar á launum. Helga Kristín Sigurðardóttir, sem situr í stjórn Barnavistunar, félagi dagforeldra, segir kjör dagforeldra ekki hafa breyst nema að mjög litlu leiti síðustu ár. Þrátt fyrir að stjórn Barnavistunar hvetji félaga sína til að nota niðurgreiðsluna til hækkunar launa, segir hún að niðurgreiðslan sem slík komi til með að dekka kostnað og gjöld dagforeldra. Helga Kristín segist ekki ætla að lækka dagvistargjöld hjá sér enda muni hækkun niðurgreiðslunnar koma til með að dekka rekstrarkostnað og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×