Halla Tómasdóttir ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands 3. janúar 2006 19:47 Framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands hefur ráðið Höllu Tómasdóttur sem framkvæmdastjóra ráðsins frá 1. mars n.k. Hún tekur við starfinu af Þór Sigfússyni, sem nýlega var ráðinn forstjóri Sjóva. Halla lauk BS-gráðu í viðskiptafræði frá Auburn háskólanum í Montgomery í Bandaríkjunum og MBA gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá Garvin Graduate School of International Management (Thunderbird). Undanfarin tvö ár hefur Halla stundað doktorsnám í viðskiptafræði við Cranfield háskólann í Bretlandi. Halla hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf og kennslu fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Hún stýrði stjórnendaskóla HR frá stofnun og gegndi framkvæmdastjórastöðu átaksins Auður í krafti kvenna, samhliða því sem hún var lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Halla hefur setið í stjórn Vistor hf. og Calidris ehf. frá árinu 2002 og sat í stjórn Sjóvá frá 2004-2005. Á árunum 1994-1996 starfaði Halla sem starfsmannastjóri hjá Mars Inc. í Bandaríkjunum og frá 1996-1998 gegndi hún starfsmannastjórastöðu hjá Pepsi Cola áður en hún réði sig sem starfsmannastjóra Íslenska útvarpsfélagsins árið 1998 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1999 þegar hún gekk til liðs við Háskólann í Reykjavík. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair og formaður stjórnar Viðskiptaráðs: „Við erum afar ánægð með ráðninguna. Skarð Þórs Sigfússonar er vandfyllt en við erum sannfærð um að reynsla Höllu af alþjóðlegu viðskiptaumhverfi muni skila sér í auknum slagkrafti ráðsins á næstu misserum." Halla Tómasdóttir: „Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Vöxtur íslensks viðskiptalífs hefur verið mikill undanfarin ár og verkefni Viðskiptaráðsins aldrei mikilvægari. Viðskiptaráðið stofnaði og er bakhjarl bæði Verslunarskólans og Háskólans í Reykjavík, en verkefni þessara skóla hefur verið að útskrifa hæfileikaríkt athafnafólk sem er lykilþáttur í auknum tækifærum og vexti viðskiptalífsins. Þá er Viðskiptaráðið vettvangur nýrra hugmynda um þróun íslensks viðskiptaumhverfis og mikilvægt að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi verði eins og best er á kosið til að tryggja áframhaldandi atvinnusköpun og hagsæld í landinu." Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands hefur ráðið Höllu Tómasdóttur sem framkvæmdastjóra ráðsins frá 1. mars n.k. Hún tekur við starfinu af Þór Sigfússyni, sem nýlega var ráðinn forstjóri Sjóva. Halla lauk BS-gráðu í viðskiptafræði frá Auburn háskólanum í Montgomery í Bandaríkjunum og MBA gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá Garvin Graduate School of International Management (Thunderbird). Undanfarin tvö ár hefur Halla stundað doktorsnám í viðskiptafræði við Cranfield háskólann í Bretlandi. Halla hefur víðtæka reynslu af stjórnunarráðgjöf og kennslu fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Hún stýrði stjórnendaskóla HR frá stofnun og gegndi framkvæmdastjórastöðu átaksins Auður í krafti kvenna, samhliða því sem hún var lektor við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Halla hefur setið í stjórn Vistor hf. og Calidris ehf. frá árinu 2002 og sat í stjórn Sjóvá frá 2004-2005. Á árunum 1994-1996 starfaði Halla sem starfsmannastjóri hjá Mars Inc. í Bandaríkjunum og frá 1996-1998 gegndi hún starfsmannastjórastöðu hjá Pepsi Cola áður en hún réði sig sem starfsmannastjóra Íslenska útvarpsfélagsins árið 1998 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1999 þegar hún gekk til liðs við Háskólann í Reykjavík. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair og formaður stjórnar Viðskiptaráðs: „Við erum afar ánægð með ráðninguna. Skarð Þórs Sigfússonar er vandfyllt en við erum sannfærð um að reynsla Höllu af alþjóðlegu viðskiptaumhverfi muni skila sér í auknum slagkrafti ráðsins á næstu misserum." Halla Tómasdóttir: „Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Vöxtur íslensks viðskiptalífs hefur verið mikill undanfarin ár og verkefni Viðskiptaráðsins aldrei mikilvægari. Viðskiptaráðið stofnaði og er bakhjarl bæði Verslunarskólans og Háskólans í Reykjavík, en verkefni þessara skóla hefur verið að útskrifa hæfileikaríkt athafnafólk sem er lykilþáttur í auknum tækifærum og vexti viðskiptalífsins. Þá er Viðskiptaráðið vettvangur nýrra hugmynda um þróun íslensks viðskiptaumhverfis og mikilvægt að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi verði eins og best er á kosið til að tryggja áframhaldandi atvinnusköpun og hagsæld í landinu."
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira