Innlent

Þörfin á fjórum herþotum ekki rökstudd

MYND/Valgarður Gíslason
Þörf Íslendinga á fjórum herþotum á Keflavíkurflugvelli rökstyðja stjórnvöld með almennri tilvísun til þess að aðrar þjóðir telji þörf á loftvörnum. Í þeirri lotu varnarmálaviðræðna sem hleypt var af stað í síðustu viku er haldið stíft við þá kröfu að Bandaríkjamenn haldi hið minnsta úti fjórum herþotum á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa viljað færa þoturnar annað og telja ekki brýna þörf fyrir þær á Íslandi. Það er vandséð að sjá fyrir ákveðnar aðstæður þar sem herþoturrnar koma að gagni við varnir landsins, ekki síst þegar hryðjuverk er talin helsta ógnin sem stafar að öryggi Íslendinga. Þörfin á herþotunum fjórum er enda ekki rösktudd af stjórnvöldum með vísan til tiltekinnar ógnar heldur almennra sjónarmiða, til dæmis þeirra að aðrar þjóðir telji þörf á loftvörnum.

Þar sem herþotur eru eðli málsins hreyfanlegar vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að koma til móts við loftvarnarþörf íslenskra stjórnvalda með því að senda hingað þotur, þá og þegar hætta er talin vofa yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×