Innlent

Varað við ferðum til Sýrlands og Líbanons

Óeirðalögregla varðist því að fólk mótmælendur kæmust að franska sendiráðinu í Damaskus.
Óeirðalögregla varðist því að fólk mótmælendur kæmust að franska sendiráðinu í Damaskus. MYND/AP

Utanríkisráðuneytið ráðleggur íslenskum ríkisborgurum frá því að ferðast til Sýrlands og Líbanons eins og sakir standa. Ástæðan fyrir þessu eru atburðir síðustu daga og ótryggt ástand í löndunum vegna deilna um skopmyndir af spámanninum Múhameð sem birtust í danska blaðinu Jótlandspóstinum.

Þeir Íslendingar sem staddir eru annars staðar í Miðausturlöndum en í Sýrlandi og Líbanon eru í tilkynningu frá utanríkismálaráðuneytinu hvattir til að sýna fyllstu aðgát.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×