Innlent

Ríkið í mál við olíufélögin

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að fara í mál við olíufélögin vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Eftir fundinn sagði Árni M. Matthiesen, fjármálaráðherra, að ákveðið hefi verið að halda uppi skaðabótakröfu vegna samráðs í tilteknum útboðum sem Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði tekið afstöðu til og talið ólögmætt.

Ríkislögmanni hefur verið falið að undirbúa það mál en endanlegar kröfur liggja ekki fyrir. Fjármálaráðherra segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnar að tilefni hefði verið til að halda uppi kröfum. Hann á von á að kröfugerð í málinu liggi fyrir fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×