Innlent

Ingibjörg send til Ísafjarðar

Ingibjörg við útskrift frá Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Ingibjörg við útskrift frá Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir nokkrum árum. MYND/Stefán

Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, hefur verið skipuð skólameistari Menntaskólans á Ísafirði í eitt ár frá 1. ágúst næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Ólínu Þorvarðardóttur sem lætur af störfum í lok þessa skólaárs.

Miklar deilur hafa staðið milli skólameistara og nokkurra kennara við Menntaskólann á Ísafirði og segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að því hafi verið skynsamlegt að kveðja til reyndan og farsælan skólastjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×