Innlent

Heilbrigðisráðherra ræddi við fulltrúa starfsmanna

Hrafnista í Reykjavík
Hrafnista í Reykjavík MYND/Vísir

Heilbrigðisráðherra kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með stuttum fyrirvara í morgun til að ræða við fulltrúa ófaglærðara starfsmanna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum eru starfsmenn tíu hjúkrunar- og dvalarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í setuverkfalli til þess að mótmæla launakjörum sínum, en verkfallið hófst á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsfólksins, kom heilbrigðisráðherra að máli við starfsmennina til að heyra sjónarmið þeirra og setja sig betur inn í stöðuna, en engin eiginleg niðurstaða varð af fundinum. Þetta er í annað sinn á um viku sem starfsmennirnir fara í setuverkfall en það sem nú stendur yfir lýkur á miðnætti í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×