Friðarhorfur í algjörri óvissu 26. janúar 2006 18:50 Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Vitað var að Hamas-samtökunum myndi ganga vel í kosningunum en að þau myndu fá nánast tvöfalt meira fylgi en Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, er nokkuð sem fæstir höfðu búist við. Eftir að út spurðist í morgun að Hamas hefði farið með sigur af hólmi baðst Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Úrslitin voru svo kynnt nú laust undir kvöld og þá var stórsigur þessara samtaka, sem viðurkenna alls ekki tilverurétt Ísraelsríkis, formlega staðfestur. Fullkomin óvissa ríkir nú um framtíð friðarferlisins fyrir botni Miðjarðarhafs því ísraelsk stjórnvöld hafa margítrekað að þau viðurkenni ekki ríkisstjórn Palestínumanna sem Hamas á aðild að og engin breyting hefur orðið á afstöðu Bandaríkjamanna til samtakanna þar sem þau hafa enn ekki ljáð máls á að afvopnast. "Eins og við höfum áður sagt, þú getur ekki verið hálfur í stjórnmálum og hálfur í hryðjuverkum," sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. "Þess vegna hefur stefna okkar gagnvart Hamas ekkert breyst." Síðdegis kom til átaka á milli stuðningsmanna Hamas og Fatah-hreyfingarinnar, eftir að þeir fyrrnefndu hengdu græna fána samtakanna utan á þinghús Palestínumanna í Ramallah. Fylkingarnar létu grjóti rigna hvor yfir aðra í dágóða stund en að lokum skarst lögreglan í leikinn. Þótt ekki hafi orðið alvarleg meiðsl á fólki þykir uppákoman vera slæmur fyrirboði fyrir það sem í vændum er og því er ekki að undra að Ísraelar og fleiri íbúar svæðisins séu uggandi yfir þessum óvæntu úrslitum. Þetta þýðir að samtök sem viðurkenna ekki tilvistarrétt Ísraelsríkis eru nú komin með hreinan meirihluta á palestínska þinginu. Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Friðarhorfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru í algerri óvissu eftir að í ljós kom að Hamas-samtökin herskáu hefðu unnið stórsigur í palestínsku þingkosningunum í gær. Fatah-hreyfingin fékk ekki nema 43 þingsæti en Hamas-samtökin 76. Vitað var að Hamas-samtökunum myndi ganga vel í kosningunum en að þau myndu fá nánast tvöfalt meira fylgi en Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, er nokkuð sem fæstir höfðu búist við. Eftir að út spurðist í morgun að Hamas hefði farið með sigur af hólmi baðst Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Úrslitin voru svo kynnt nú laust undir kvöld og þá var stórsigur þessara samtaka, sem viðurkenna alls ekki tilverurétt Ísraelsríkis, formlega staðfestur. Fullkomin óvissa ríkir nú um framtíð friðarferlisins fyrir botni Miðjarðarhafs því ísraelsk stjórnvöld hafa margítrekað að þau viðurkenni ekki ríkisstjórn Palestínumanna sem Hamas á aðild að og engin breyting hefur orðið á afstöðu Bandaríkjamanna til samtakanna þar sem þau hafa enn ekki ljáð máls á að afvopnast. "Eins og við höfum áður sagt, þú getur ekki verið hálfur í stjórnmálum og hálfur í hryðjuverkum," sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. "Þess vegna hefur stefna okkar gagnvart Hamas ekkert breyst." Síðdegis kom til átaka á milli stuðningsmanna Hamas og Fatah-hreyfingarinnar, eftir að þeir fyrrnefndu hengdu græna fána samtakanna utan á þinghús Palestínumanna í Ramallah. Fylkingarnar létu grjóti rigna hvor yfir aðra í dágóða stund en að lokum skarst lögreglan í leikinn. Þótt ekki hafi orðið alvarleg meiðsl á fólki þykir uppákoman vera slæmur fyrirboði fyrir það sem í vændum er og því er ekki að undra að Ísraelar og fleiri íbúar svæðisins séu uggandi yfir þessum óvæntu úrslitum. Þetta þýðir að samtök sem viðurkenna ekki tilvistarrétt Ísraelsríkis eru nú komin með hreinan meirihluta á palestínska þinginu.
Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira