Innlent

Kanna sameiningu HÍ og KHÍ

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands MYND/Vilhelm

Kanna á kosti þess að sameina Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Menntamálaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem fer yfir kosti og galla sameiningar.

Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu fer fyrir hópnum. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans, eiga sæti í nefndinni ásamt fjórum til viðbótar. Gert er ráð fyrir því að hópurinn skili fyrstu skýrslu vegna málsins í lok febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×