Innlent

Jaxlinn kynntur í tannverndarviku

Árleg tannverndarvika Lýðheilsustöðvar hófst í dag. Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á mikilvægi góðrar tannhirðu en meginmarkmiðið með tannverndarvikunni er að vekja athygli á mikilvægi þess fyrir líf og heilsu fólks að vera með heilbrigðar tennur.

Jaxlinn, ný teiknimyndapersóna, verður kynnt til sögunnar en hún er aðalpersónan í auglýsingum sem miða að því að fólk bæti tannhirðu sína.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×