Innlent

Myndi raska öllum skuldbindingum

Verslað í Fríhöfninni.
Verslað í Fríhöfninni.

Forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er móðurfélag Fríhafnarinnar, segir að það muni raska öllum skuldbindingum félagsins og uppbyggingaráformum, ef sala í komuverslun Fríhafnarinnar verður einskorðuð við áfengi og tóbak, eins og Samtök Verslunar og þjónustu knýja á um.

Á heimasíðu samtakanna segir að þau hafi um langt skeið krafist þess að vöruvalið verði einskorðað við áfengi og tóbak, og greint er frá því að fjármálaráðuneytið hafi upplýst að fyrirhugað sé að setja reglugerð á næstunni í samræmi við tillögur um takmarkað vöruval í komuverslun Fríhafnarinnar.

Höskuldur Ásgeirsson forstjóri segir að ef til þessa komi, sé óhjákvæmilegt að leggja verði álögur á ferðaþjónustuna og þar með farþegana, eða flugrekstraraðilla, sem líka kæmi niður á farþegum. Tekjutapið yrði um einn og hálfur milljarður auk þess sem segja þyrfti 40 til 50 manns upp störfum.

Rök kaupmanna eru að verslun á höfuðborgarsvæðinu dragist saman um það, sem nemur verslun í Fríhöfninni, en Höskuldur segir að ef komuverslunin væri ekki fyrir hendi, myndu ferðamenn kaupa vörurnar í útlödnum og verlsunin þannig flytjast úr landi. Þróunin í Noregi, þar sem komið var upp komuverslunum á öllum millilandaflugvöllum í fyrra, sanni þetta og líka að þessi rekstur stangist ekki á við reglur EFTA eða EES, eins og stundum sé haldið farm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×