Innlent

Ísland verði þúfan sem velti þungu hlassi

Kreppudans íslensku krónunnar gæti verið fyrsta vísbending um harkalegt samdráttarskeið á heimsvísu. Þetta er álit Julian Jessop, bresks fjármálasérfræðings sem telur að á Íslandi sé að birtast fyrsta dæmið um keðjuverkandi áhrif til lækkunar á skuldabréfum, hlutabréfum og leiði jafnvel til þess að fasteignaverðsbólan springi víða um heim.

Jessop benti á í viðtali við NFS að spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði hefðu veirð að elta háa ávöxtun jaðargjaldmiðla eins og íslensku krónunnar og tekið lán til krónukaupa í löndum þar sem vextir hefðu verið lágir, á Evrusvæðinu og í Japan. Ekki hefði verið hugað nægjanlega að hollustu í hagkerfum ríkjanna þar sem peningarir væru festir. Nú þegar efasemdir væru uppi um stöðugleikann í íslensku hagkerfi ásamt því að vextir hækka þar sem peningar hafa áður verið ódýrir komist ókyrrð á spákaupemnn og þeir losa stöður sínar. Þetta sé að gerast í stórum stíl. Leiði þetta til almennrar hækkunar víða geti farið af stað keðjuverkun og leitt til lækkunar á öllum mörkuðum. Verst sé ef áhrifin nái til húsnæðismarkaðar sem víða er yfirspenntur í hinum vestræna heimi ekki síst í Bandaríkjunum. Komi til stórlækkunar þar þýði þetta alvarleg kreppuáhrif á heimsmarkaði. Jessop telur líklegra að þróunin verði hægari til lækkunar á öllum mörkuðum en ekki sé útilokað að hræringar á Íslandi verði í framtíðinni skoðaðar sem fyrsta vísbendingin um samdráttarskeið sem kunni að vera framundan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×