Innlent

Viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga verður flýtt

Ákveðið hefur verið að flýta viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga en verkefnið mun auka framleiðslugetu álversins úr 220.000 tonnum á ári í 260.000 tonn. Í tilkynningu frá Norðuráli segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið á fjórða ársfjórðungi 2007. Landsvirkjun hafi fallist á að veita umframorku tímabundið til að flýta gangsetningu stækkunarinnar og gera Norðuráli þannig kleift að nýta þjónustu verkfræðifyrirtækja og verktaka sem best.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×