Innlent

Íslenska Reyka vodkað söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni

Íslenska Reyka vodkað var söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í febrúarmánuði. Aldrei hefur nokkur vodkategund selst eins vel í Fríhöfninni og á svona stuttum tíma. Framleiðsla á Reyka hófst í Borgarnesi í ágúst árið 2005 en Reyka vodka er framleitt í Borgarnesi af skoska fjölskyldufyrirtækinu William Grant & Sons. Dreifingaraðili Reyka er Ölgerðin Egill Skallagrímsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×