Innlent

Keyrt á stúlku við Dunhaga

Mynd/Vilhelm
Keyrt var á stúlku í Dunhaga við Hagaskóla á níunda tímanum í morgun. Stúlkan, sem er fædd árið 1991, fór sjálf til skólahjúkrunarfræðings en hún var með áverka á höfði og hné. Stúlkan var síðan flutt á slysadeild til skoðunnar og rannsókna. Hún fékk að fara heim að því loknum síðdegis í dag en áverkar hennar reyndust ekki alvarlegir.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×