Innlent

Vændiskonur sendar heim

Tvær pólskar vændiskonur eru á heimleið eftir að lögreglan kom upp um starfsemi þeirra. Grunur leikur á að einhver eða einhverjir hafi staðið á bak við starfsemina og að því beinist rannsókn lögreglu nú. Konurnar héldu til í íbúð í Reykjavík og auglýstu starfsemi sína á efnum einkamál.is.

Lögreglan fékk ábendingar um vændi kvennanna og með því að hringa í þær var ljóst að grunur um vændi var á rökum reistur. Í framhaldinu voru konurnar, sem eru rúmlega tvítugar, færðar á lögreglustöðina á Hverfisgötu, þar sem þær voru yfirheyrðar. Konurnar vildu ekki segja lögreglu frá hver eða hverjir hefðu fengið þær hingað til lands og stæði á bak við starfsemi þeirra. En rannsókn lögreglu beinist nú að því að finna þann eða þá sem seldi þær í vændi. Konurnar höfðu dvalið á Íslandi í um tvær vikur þegar þær voru færðar í skýrslutöku síðastliðinn föstudag. Konurnar eru komnar með farseðla í hendur og fljúgja til síns heima á morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×