Innlent

Samningaviðræður hafnar um gasútflutning

Samningaviðræður hófust að nýju í gærkvöld á milli Úkraínumanna og Rússa um gasútflutning til Úkraínu. Rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði fyrir gasútflutning til Úkraínu á nýársdag eftir að Úkraínumenn höfðu neitað að borga uppsett verð en stjórnmálskýrendur segja málið frekar snúast um stjórnmál en peninga og að Rússar vilji sýna að þeir séu enn stórveldi og ætli þeir sér að ráða, geti þeir það. Viðræður hófust eftir að Úkraína og Moldóvía báðu Evrópusambandið um aðstoð við að fá Rússa að samningaborðinu að nýju. Ekki liggur fyrir hver niðurstaða viðræðnanna er en fulltrúar Gazprom og úkraínska gasfyrirtækisins Naftogaz boðuðu fyrir stundu til blaðamannafundar í Moskvu og átti hann að hefjast nú klukkan sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×