Innlent

Þak hrundi á stórmarkað í Ostrava

Þak hrundi á stórmarkaði í bænum Ostrava í norðausturhluta Tékklands um hálfáttaleytið í gærkvöld. (LUM) Mikill snjór hafði safnast fyrir á þakinu sem gaf undan. Stórmarkaðurinn var enn opinn þegar slysið varð en ekki hafa enn borist fregnir af því hvort slys hafi orðið á fólki. Þá standa björgunaraðgerðir enn yfir í Þýskalandi eftir að þak á skautahöll hrundi og varð að minnsta kosti ellefu manns að bana en enn er leitað að fólki í rústunum og segir lögreglan ólíklegt að nokkur muni finnast á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×