Innlent

Offituaðgerðir borga sig fyrir samfélagið

Ríkið sparar verulega á offituaðgerðum. Aðgerðin borgar sig upp á nokkrum árum, þrátt fyrir að henni fylgi fimm vikna meðferð hjá hópi sérfræðinga og í aðgerðinni sjálfri sé notast við rándýr einnota tæki.

María Bragadóttir hefur nýlokið mastersverkefni í heilsuhagfræði, þar sem hún skoðaði kostnað hins opinbera vegna offitu og offituaðgerða. Í skurðaðgerð þar sem maginn er minnkaður fara bara þeir sem orðnir eru allt of feitir. Mikilli offitu fylgja gjarnan alls kyns aukakvillar, sem auk þess að skerða lífsgæði kosta hið opinbera heilmikið.

Þeir sem fara í magaminnkunn léttast að jafnaði mikið og við það dregur úr fylgikvillum og kostnaðinum sem þeim fylgir. Samkvæmt úttekt Maríu er aðgerðin ekki lengi að borga sig upp þegar tekið er tillit til minni lyfjakostnaðar, færri læknisheimsókna, færri legudaga á sjúkrahúsum og minna vinnutaps.

og á þar við veikindadaga frá vinnu, sem aðeins fyrirtæki hafa upplýsingar um, skert afköst í vinnunni og minni virkni almennt. Og fyrir utan allt þetta gleymist svo kannski það allra mikilvægasta, aukin lífsgæði, sem vitanlega verða ekki metin til fjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×