RÚV brást skyldu sinni segir Steingrímur J. 31. ágúst 2006 15:15 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir ofboðslegt að verða vitni að því að Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þeim hætti að láta það eftir Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðherra að ryðja andstæðingi í stjórnmálum og talsmanni ólíkra sjónarmiða út úr umræðuþætti. Umsjónarmenn Kastljóss höfðu að sögn Steingríms óskað eftir að hann mætti Valgerði til að ræða Kárahnjúkamál. Þátttaka Steingríms var svo afþökkuð skömmu fyrir Kastljós en Valgerður sat ein og ræddi Kárahnjúka við umsjónarmann Kastljóss. Í opnu bréfi til Páls Magnússonar, útvarpsstjóra RÚV spyr Steingrímur J. hvort útvaprsstjóri telji réttlætanlegt að sumir stjórnmálamenn geti með þessum hætti skilyrt og stýrt þátttöku sinni í umræðum um þjóðmál. Opið bréf Steingríms J. til útvarpsstjóra: Ég tel rétt að deila með þér og öðrum þeim sem áhuga hafa reynslu minni af samskiptum við aðstandendur umræðuþáttarins Kastljóss í stofnun þinni í gær. Um kl. 10,00 í gærmorgun hringdi einn af stjórnendum Kastljóssins í mig og falaðist eftir mér í þáttinn þá um kvöldið. Ætlunin var að ég yrði þar ásamt Valgerði Sverrisdóttir fyrrv. iðnaðarráðherra til að ræða um meðferð ráðherrans og ráðuneytisins á greinargerð Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun og e.t.v. fleiri tengd atriði. Ég féllst fúslega á þetta enda ærin tilefni til að ræða málið. Það var síðan undir kvöld, nánar tiltekið um kl. 18,00 að við þáttarstjórnandinn töluðum aftur saman í síma og tjáði hann mér þá frekar daufur í dalkinn að því er virtist að ekki yrði af þessu. Ég skildi það þannig að umræðuefnið hefði verið tekið af dagskrá þáttarins og kvaddi við svo búið. Ég átti því á flestu öðru von en að frétta seinna um kvöldið að fyrrv. iðnaðarráðherra hefði mætt ein í Kastljósið og flutt þar málsvörn sína óáreitt í einræðum. Þar vitnaði ráðherra m.a. ítekað í mig með ómálefnalegum hætti að mér fjarstöddum og gerði stjórnarandstöðunni upp hvatir í málinu. Ég verð að segja útvarpsstjóri góður að ég veit ekki hvort þessi uppákoma, sem ég hef ærna ástæðu til að ætla að sé ekki einsdæmi, er verri og meira niðurlægjandi fyrir ráðherrann eða Ríkisútvarpið. Ráðherra sem ekki þorir að mæta stjórnmálaandstæðingum í rökræðum gefur auðvitað með því sjálfum sér og/eða málstað sínum falleinkunn. Hitt er líka ofboðslegt að verða vitni að því að Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þessum hætti og láta það eftir ráðherranum að ryðja andstæðingi í stjórnmálum og talsmanni ólíkra sjónarmiða út úr umræðuþætti. Til þess eins, og aðeins þess, að ráðherrann geti þar flutt sína aumlegu málsvörn án andsvara. Með þessu bregst RÚV að mínu mati skyldu sinni um að standa fyrir upplýstri umræðu þar sem gagnstæðum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði sbr. t.d. 2. og 3. málsl. 3. gr. útvarpslaga en þar segir eins og þú manst: "Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða." Við höfum báðir trúi ég heyrt af því sögur að gagnrýnir og harðskeyttir fjölmiðlar erlendis meðhöndli eða siði til þá sem gera tilraunir til að „stýra" umfjöllun fjölmiðla á þennan veg, þ.e. með því að velja sér viðmælendur eða að neita að mæta nema þá einir. Það er þá gert með því að hafa stól þeirra tóman í þættinum og skýra frá því að viðkomandi hafi ætlað að setja þátttöku sinni óaðgengileg skilyrði, eða með því að láta rödd viðkomandi vanta en taka fram að honum eða henni hafi boðist að vera með en ekki þegið. Ég vil því að lokum spyrja; telur þú réttlætanlegt að sumir stjórnmálamenn geti með þessum hætti skilyrt og stýrt þátttöku sinni í umræðum um þjóðmál á ykkar vettvangi og ef svo er, hvernig hyggst þá RÚV uppfylla ákvæði laga um „fyllstu óhlutdrægni" og að vera vettvangur fyrir „mismunandi skoðanir" við slíkar aðstæður? virðingarfyllst ……………………………………………… Steingrímur J. Sigfússon Samrit til fjölmiðla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir ofboðslegt að verða vitni að því að Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þeim hætti að láta það eftir Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðherra að ryðja andstæðingi í stjórnmálum og talsmanni ólíkra sjónarmiða út úr umræðuþætti. Umsjónarmenn Kastljóss höfðu að sögn Steingríms óskað eftir að hann mætti Valgerði til að ræða Kárahnjúkamál. Þátttaka Steingríms var svo afþökkuð skömmu fyrir Kastljós en Valgerður sat ein og ræddi Kárahnjúka við umsjónarmann Kastljóss. Í opnu bréfi til Páls Magnússonar, útvarpsstjóra RÚV spyr Steingrímur J. hvort útvaprsstjóri telji réttlætanlegt að sumir stjórnmálamenn geti með þessum hætti skilyrt og stýrt þátttöku sinni í umræðum um þjóðmál. Opið bréf Steingríms J. til útvarpsstjóra: Ég tel rétt að deila með þér og öðrum þeim sem áhuga hafa reynslu minni af samskiptum við aðstandendur umræðuþáttarins Kastljóss í stofnun þinni í gær. Um kl. 10,00 í gærmorgun hringdi einn af stjórnendum Kastljóssins í mig og falaðist eftir mér í þáttinn þá um kvöldið. Ætlunin var að ég yrði þar ásamt Valgerði Sverrisdóttir fyrrv. iðnaðarráðherra til að ræða um meðferð ráðherrans og ráðuneytisins á greinargerð Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun og e.t.v. fleiri tengd atriði. Ég féllst fúslega á þetta enda ærin tilefni til að ræða málið. Það var síðan undir kvöld, nánar tiltekið um kl. 18,00 að við þáttarstjórnandinn töluðum aftur saman í síma og tjáði hann mér þá frekar daufur í dalkinn að því er virtist að ekki yrði af þessu. Ég skildi það þannig að umræðuefnið hefði verið tekið af dagskrá þáttarins og kvaddi við svo búið. Ég átti því á flestu öðru von en að frétta seinna um kvöldið að fyrrv. iðnaðarráðherra hefði mætt ein í Kastljósið og flutt þar málsvörn sína óáreitt í einræðum. Þar vitnaði ráðherra m.a. ítekað í mig með ómálefnalegum hætti að mér fjarstöddum og gerði stjórnarandstöðunni upp hvatir í málinu. Ég verð að segja útvarpsstjóri góður að ég veit ekki hvort þessi uppákoma, sem ég hef ærna ástæðu til að ætla að sé ekki einsdæmi, er verri og meira niðurlægjandi fyrir ráðherrann eða Ríkisútvarpið. Ráðherra sem ekki þorir að mæta stjórnmálaandstæðingum í rökræðum gefur auðvitað með því sjálfum sér og/eða málstað sínum falleinkunn. Hitt er líka ofboðslegt að verða vitni að því að Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þessum hætti og láta það eftir ráðherranum að ryðja andstæðingi í stjórnmálum og talsmanni ólíkra sjónarmiða út úr umræðuþætti. Til þess eins, og aðeins þess, að ráðherrann geti þar flutt sína aumlegu málsvörn án andsvara. Með þessu bregst RÚV að mínu mati skyldu sinni um að standa fyrir upplýstri umræðu þar sem gagnstæðum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði sbr. t.d. 2. og 3. málsl. 3. gr. útvarpslaga en þar segir eins og þú manst: "Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða." Við höfum báðir trúi ég heyrt af því sögur að gagnrýnir og harðskeyttir fjölmiðlar erlendis meðhöndli eða siði til þá sem gera tilraunir til að „stýra" umfjöllun fjölmiðla á þennan veg, þ.e. með því að velja sér viðmælendur eða að neita að mæta nema þá einir. Það er þá gert með því að hafa stól þeirra tóman í þættinum og skýra frá því að viðkomandi hafi ætlað að setja þátttöku sinni óaðgengileg skilyrði, eða með því að láta rödd viðkomandi vanta en taka fram að honum eða henni hafi boðist að vera með en ekki þegið. Ég vil því að lokum spyrja; telur þú réttlætanlegt að sumir stjórnmálamenn geti með þessum hætti skilyrt og stýrt þátttöku sinni í umræðum um þjóðmál á ykkar vettvangi og ef svo er, hvernig hyggst þá RÚV uppfylla ákvæði laga um „fyllstu óhlutdrægni" og að vera vettvangur fyrir „mismunandi skoðanir" við slíkar aðstæður? virðingarfyllst ……………………………………………… Steingrímur J. Sigfússon Samrit til fjölmiðla
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira