Innlent

Misvísandi spár um verðbólguþróun

Markmið Seðlabankans er 2,5 prósenta verðbólga og efri vikmörk eru fjögur prósenta verðbólga.
Markmið Seðlabankans er 2,5 prósenta verðbólga og efri vikmörk eru fjögur prósenta verðbólga. MYND/Heiða

Greiningardeildir bankanna eru klofnar í afstöðu sinni til þess hvort verðbólga hækki eða lækki á næstunni.

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga hækki verulega milli mánaða og verði áfram yfir fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans. Það yrði þá tuttugasta og þriðja mánuðinn í röð sem verðbólgan er yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og sjöunda mánuðinn í röð sem hún er yfir efri vikmörkum bankans. Greiningardeild KB banka er á öndverðri skoðun og telur töluverðar líkur á að verðbólga lækki milli mánuða og fari jafnvel undir efri vikmörk Seðlabankans í fyrsta skipti í hálft ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×