Innlent

Þvegið með jarðgufu í Hveragerði

Nýtt þvottahús dvalarheimilisins Áss í Hveragerði mun þvo, þurrka og strauja með jarðgufu. Þetta er mun ódýrara en ef nota ætti raforku að sögn Gísla Páls Pálssonar, framkvæmdastjóra dvalarheimilisins. Fréttin birtist á fréttavefnum sudurland.is.

Fyrsta skóflustungan að þvottahúsinu nýja var tekin um helgina og er áætlað að húsið verði tilbúið til notkunar í haust. Það mun þjóna dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og einnig mun það anna þvotti fyrir dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×