Innlent

Skeljungur hækkar líka

MYND/Hari
Skeljungur hækkaði fyrir stundu verð á bensíni, dísilolíu og gasolíu um þrjár krónur og þrjátíu aura lítrann. Olíufélagið Esso hækkaði verð hjá sér um það sama í morgun. Eftir hækkunina kostar lítrinn af bensíni 125 krónur og 30 aura á sjálfsafgreiðslustöðvum Skeljungs og 126 krónur og tíu aura á stöðvum Esso. Dísilolían kostar hins vegar 120 krónur og 30 aura hjá Skeljungi og 121 krónu og tuttugu aura. Bæði félögin segja ástæðu hækkunarinnar miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu að undanförnu. Olís og Atlantsolía hafa ekki tilkynnt um hækkun hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×