Innlent

Hvarf úr sumarbústað í Lóni

Óskað var eftir aðstoð Björgunarfélags Hornafjarðar og lögreglu við leit á tólf ára gömlum strák sem hvarf frá sumarhúsi í Gjádal í Lóni um klukkan eitt í dag. Liðsmenn björgunarfélagsins voru komnir á staðinn skömmu síðar og hófu strax leit. Drengurinn fannst um klukkan tvö en hann hafði þá farið úr sumarhúsinu í fússi og falið sig í nágrenninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×