Innlent

Athuga þarf varnarsamstarf við nágrannaþjóðir

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir brottflutning hersins ekki koma á óvart heldur sé nýtt í málinu hvaða tími sé til stefnu. Hann vill gera samninga við aðrar þjóðir eins og til dæmis Dani, Norðmenn eða Breta samhliða varnarsamningnum.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir Landhelgisgæsluna hafa boðist til að taka að sér þyrlubjörgunina og geti tekið hana að sér en auðvitað þurfi undirbúningstíma. Björn bendir á að Ísland sé í Schegen með landamæravörslu, landhelginnar sé gætt og lögreglan gæti borgaranna og nú þurfi að huga að hvernig loftvörnum verði háttað við brotthvarf þotnanna.

Íslendingar hafa haldið fast í þá framkvæmd varnarsamningsins að hér á landi séu fjórar herþotur að lágmarki. Björn segir þetta ekki hafa gengið eftir og því þurfi að athuga hvað næst sé í stöðunni.

Björn segir nauðsynlegt að athuga samstarf við aðrar þjóðir en Bandaríkjamenn og það sé ekki ný hugmynd. Hann nefndi Dani og Norðmenn í því samhengi. Þá nefndi Björn líka Breta og sagði spennuna á milli þjóðanna vegna Þoskastríðsins vera horfna. Hann segir þó ekkert koma í stað Bandaríkjanna og því sé nauðsynlegt að vera áfram í varnarsamstarfi við þá samhliða öðru. Hann segir undirbúninginn löngu hafin en nú þurfi að stíga stærri skref.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×