Innlent

Vextir hæstir á Íslandi samkvæmt skýrslu Norðurlandaráðs

Talsmaður neytenda segir að verði íbúðalánasjóður gerður að heildsölubanka verði að koma til mótvægisaðgerðir til að tryggja samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Í skýrslu um norræna bankakerfið kemur fram að vextir á íbúðalánum og yfirdráttarlánum er miklu hærri á Íslandi en gerist á hinum Norðurlöndunum.

Skýrsla Norðurlandaráðs um færanleika viðskiptavina í norræna bankakerfinu með samanburði á kjörum viðskiptavina þar sýnir að Íslendingar borga hæstu vextina.

Þegar litið er á vexti af íbúðalánum sést að vextirnir eru lægstir í Svíþjóð en hæstir í Danmörku og á Íslandi. Ofan á íslensku vaxtatöluna vantar hins vegar verðtrygginguna og hækka vextir því talsvert þegar fjögurra og hálfs prósenta verðbólgu er bætt ofan á.

Gísli Tryggvason, Talsmaður neytenda, vinnur að því að skoða hvort núverandi fyrirkomulag á tengingu neytendalána við vísitölu neysluverðs brýtur í bága við hagsmuni neytenda, og telur hann bankana koma til með að ráða meiru um vexti á íbúðalánum verði íbúðalánasjóði breytt í heildsölubanka því samkeppnina vanti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×