Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir unglingi

Mynd/Valli

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Hérðaðsdóms Reykjavíkur um að unglingsstrákur sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir að nýju fyrir Hæstarétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað drenginn í gæsluvarðhald fyrir að hafa svipt ungan manni frelsi, flutt hann nauðugan úr vinnu sinni og haft í hótunum við hann. Málflutningur í Hæstarétti er fyrirhugaður 2. maí næstkomandi og skal drengurinn sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti en þó ekki lengur en til 18. maí.

Ljóst þykir að unglingspilturinn sé í fíkniefnaneyslu og fjármagni neyslu sína með afbrotum, og því séu allar líkur á að hann muni halda uppteknum hætti, gangi hann laus á meðan hann bíður málflutnings í Hæstrétti. Drengurinn var handtekinn 2.september síðastliðinn, aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann hafi verið fundinn sekur um önnur brot og rauf hann því skilorð með áðurnefndu broti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×