Jökulsárgöngur á þremur stöðum á landinu 26. september 2006 10:00 Ómar vill að Kárahnjúkastíflan verði látin standa til marks um hugrekki íslensku þjóðarinnar sem þorði að hætta við og sættast við eigin samvisku. MYND/Vilhelm Gunnarsson Fjölmargir hafa áhuga á því að ganga með Ómari Ragnarssyni niður Laugaveg, frá Hlemmi á Austurvöll klukkan átta í kvöld. Systurgöngur hafa verið skipulagðar á Akureyri og á Ísafirði. Á öllum stöðunum verða ræðuhöld og jafnvel fjöldasöngur. Ómar leggur til að hætt verði við að reka tappann í Hálslón eins og stendur til að verði gert, líklega á fimmtudagsmorgun. "Mætum og göngum með Ómari" eru hvatningarorð til eggjunar íslensku þjóðinni sem standa inni á þó nokkrum spjallsíðum í dag. Ómar er hins vegar ekki sjálfur að skipuleggja atburðinn, heldur sagðist hann sjálfur myndu ganga niður Laugaveg og leggja í hendur valdamönnum tillögur sínar að þjóðarsátt sem kynntar voru á blaðamannafundi sem frægur er orðinn. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhver verði til að taka við tillögunum úr hendi Ómars en skipuleggjendur eru að reyna að hafa samband við háttsetta menn og konur. Ef enginn verður til svara verða tillögurnar settar inn um bréfalúguna. Fjöldi fólks lýsti strax yfir áhuga á því að ganga með Ómari og nú er farið að skipuleggja ræðuhöld og dagskrá á Austurvelli. Lísa Kristjánsdóttir, einn aðalskipuleggjandinn, segir ekki einn ákveðinn hóp á bak við skipulagninguna, heldur einstaklinga sinn úr hverri áttinni. Ómar sjálfur ætlar að tala á Austurvelli, einnig Hildur Eir Bolladóttir sem predikaði af miklum móð með þjóðarsátt á sunnudaginn og Andri Snær Magnason sem hefur barist hart með náttúrunni. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Fjölmargir hafa áhuga á því að ganga með Ómari Ragnarssyni niður Laugaveg, frá Hlemmi á Austurvöll klukkan átta í kvöld. Systurgöngur hafa verið skipulagðar á Akureyri og á Ísafirði. Á öllum stöðunum verða ræðuhöld og jafnvel fjöldasöngur. Ómar leggur til að hætt verði við að reka tappann í Hálslón eins og stendur til að verði gert, líklega á fimmtudagsmorgun. "Mætum og göngum með Ómari" eru hvatningarorð til eggjunar íslensku þjóðinni sem standa inni á þó nokkrum spjallsíðum í dag. Ómar er hins vegar ekki sjálfur að skipuleggja atburðinn, heldur sagðist hann sjálfur myndu ganga niður Laugaveg og leggja í hendur valdamönnum tillögur sínar að þjóðarsátt sem kynntar voru á blaðamannafundi sem frægur er orðinn. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhver verði til að taka við tillögunum úr hendi Ómars en skipuleggjendur eru að reyna að hafa samband við háttsetta menn og konur. Ef enginn verður til svara verða tillögurnar settar inn um bréfalúguna. Fjöldi fólks lýsti strax yfir áhuga á því að ganga með Ómari og nú er farið að skipuleggja ræðuhöld og dagskrá á Austurvelli. Lísa Kristjánsdóttir, einn aðalskipuleggjandinn, segir ekki einn ákveðinn hóp á bak við skipulagninguna, heldur einstaklinga sinn úr hverri áttinni. Ómar sjálfur ætlar að tala á Austurvelli, einnig Hildur Eir Bolladóttir sem predikaði af miklum móð með þjóðarsátt á sunnudaginn og Andri Snær Magnason sem hefur barist hart með náttúrunni.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira