Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni til móts við Álverið í Straumsvík á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglubíll, með tveimur lögreglumönnum innanborðs, var á leið í útkall í hús sem stendur til móts við geymslusvæði álversins. Til slagsmála hafði komið í húsinu. Lögreglumennirnir voru rétt ókomnir þangað þegar bifreið þeirra rann útaf veginum. Hvorugan lögreglumannin sakaði.
Lögreglubílvelta
