Innlent

Vonast eftir góðu gengi geimferjunar

Bjarni Tryggvason
Bjarni Tryggvason

Bjarni Tryggvason geimfari segir mikilvægt fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA að ferð geimferjunnar Discovery takist vel. Geimskoti hefur verið frestað tvisvar en vonast er til að ferjan fari á loft á morgun.

Discovery bíður eftir að komast í loftið, en næst verður gerð tilraun til flugskots annað kvöld. Meðal þeirra sem fylgjast með af miklum áhuga er Bjarni Tryggvason geimfari, sem fæddist á Íslandi en hefur búið í Kanada frá barnsaldri.

Framundan hjá NASA er að koma nýrri kynslóð geimflauga í notkun, Ares flaugunum, sem eiga að flytja menn aftur til tunglsins og jafnvel til Mars. Á meðan eru bæði Rússar og tvö einkafyrirtæki að vinna að minni geimferjum. Ævintýri mannsins í geimnum er því hvergi nærri lokið. Bjarni fór með geimferju á braut umhverfis jörðu árið 1997 og er enn að vinna úr þeim tilraunum sem hann gerði þá. Og útsýninu gleymir hann aldrei.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×