Innlent

Innflytjendaflokkurinn stofnaður á næstu dögum

Innflytjendaflokkurinn, stjórnmálaflokkur með áherslur á málefni innflytjenda, verður stofnaður á næstu dögum. Stofnandi flokksins segir tíma kominn til að raddir innflytjenda heyrist í þjóðfélaginu.

Paul F. Nikolov, blaðamaður á Reykjavík Grapevine, skrifaði pistil í nýjasta tölublaði blaðsins sem kom út síðasstliðinn föstudag. Hann segir að niðurstöður sveitastjórnarkosninganna hafi verið mörgum vonbrigði en þeir flokkar sem buðu fram hafi lagt litlar áherslur á málefni innflytjandanna. Pistill Nikolov hefur nú þegar vakið mikil viðbrögð og fjöldi manns hefur haft samband við hann vegna fyrirhugaðs flokks, Íslendingar jafnt sem innflytjendur. Nikolov safnar nú stuðningsmönnum til að geta stofnað flokkinn og stefnir á að skrá hann á næstu dögum. Hann segir að áherslur flokksins munu fyrst og fremst snúa að aukinni íslenskukennslu fyrir innflytjendur, aukið trúfrelsi og bygging moskvu og réttrúnaðarkirkju á Íslandi, auk þess sem Nikolov segir að flokkurinn muni reyna að stuðla að aukinni aðlögun innflytjenda í íslensku þjóðfélagi. Ef allt gengur að óskum ráðgerir Nikolov að bjóða fram til sveitastjórnarkosninganna árið 2010 og hugsanlega alþingiskosninganna 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×